Opnunartími

Opnunartími er mánudaga til föstudaga frá kl. 7:30 til kl. 17:00.


Leyfi frá skólasókn

Umsjónarkennari getur veitt barni leyfi frá skólasókn í einn til tvo daga. Ef sækja þarf um leyfi frá skólasókn í lengri tíma þarf að senda inn formlega umsókn (sjá eyðublað hér fyrir neðan). Skólastjórnendur hafa heimild til að veita slíka undanþágu en þó ávallt í samráði við kennara barnsins. Foreldrar bera ávallt ábyrgð á að barn vinni upp það sem það kann að missa úr á meðan á leyfi stendur.

Eyðublað - umsókn um leyfi frá skólasóknÚtivera og útbúnaður

Urriðaholtsskóli er staðsettur við dásamlega ósnortna náttúrperlu, Heiðmörk. Skólalóðin er vel hönnuð og búin góðum tækjum fyrir börn. Markmið okkar er að njóta útiveru og tryggja að börnin festi útivist í sessi í sínu daglega lífi. Fatnaður barna þarf því að vera í samræmi við veðurfar og að þau séu sjálfbær um að klæða sig í samræmi við veður og vinda.


Frístund

Í Urriðaholtsskóla verður boðið upp á frístundastarf þegar kennslu lýkur. Frístundin fer fram á heimasvæði grunnskólans á efri hæð og mun starfið einkennast af leik, gleði og skapandi starfi. Frístundabíll Garðabæjar mun sinna akstri í aðrar frístundir í Garðabæ.

Gjaldskrá tómstundaheimila Garðabæjar 2020

Gjaldskrá tómstundaheimila Garðabæjar 2019


Aðstaðan og hagnýtar upplýsingar

Grunnskólaeiningin starfar á efri hæð skólans. Veturinn 2019-2020 eru í notkun Höfði (græna heimasvæði) og Hraun (rauða heimasvæði). Eins verður nýtt listgreinastofa á neðri hæð.

Skólaíþróttir fara fram á skólasvæðinu en sundkennsla fyrir nemendur er einu sinni í viku í sundlaug Álftaness. Líkt og kemur fram í Aðalnámskrá verða skólaíþróttir samþættar öðru skólastarfi með það að leiðarljósi að ná fram jákvæðum skólabrag og stuðla að heilsueflandi samfélagi. Þar kemur einnig fram að með áherslu á daglega hreyfingu og markvissa þjálfun er lagður grunnur að heilsu og velferð nemenda til lífstíðar.

Skólalóðin, nærumhverfið og sú aðstaða sem við höfum fyrir hendi uppfyllir þarfir okkar svo hægt sé að ná markmiðum námskrár í skólaíþróttum.

Nemendur fá námsgögn í skólanum. Samvinna í lestrarnámi verður heimavinna barna og foreldra.